Sveitaferð... Með myndum... ;o)

Góðann daginn, jæja, þegar maður fær kvartanir alla leið frá Svalbarða aka Norðurfirði á Ströndum, um að maður sé alltof latur við að blogga þá held ég að það merki að maður sé með lélegri bloggurum í heimi... Blush

En já, ég er semsagt búin að útskrifast úr MK, loksins loksins. er að vinna í 10-11 öðru hverju í sumar og en á daginn vinn ég í Skólagörðunum í Kópavogi, var orðin mjög úrkula vonar um að fá einhverja vinnu í sumar svo þetta er bara frábært fyrirkomulag... Wink 

En það sem hefur staðið helst upp úr þessa seinustu mánuði er Sauðburðarferðin mín... þar sem ég eyddi hálfum mánuði sveitt og sæl við að hjálpa rollum að bera... Hreint og beint æðislegt að vakna snemma á morgnana og sofna seint á kvöldin ilmandi af rollum. Það að sjá lömbin fæðast er tvímælalaust það besta, þau eru svo lítil og umkomulaus þegar þau fæðast en tæplega klukkutíma seinna eru þau orðin hress og kát og komin á spena og bara dúndrandi hamingja. 
    Auðvitað er samt ekki alltaf hamingja stundum gengur fæðingin illa og það þarf að hjálpa þeim í heiminn, stundum deyja þau eða fæðast dáin og stundum þarf að venja undir kindina nýtt lamb. Sem betur fer gengur þetta oftast nær allt vel en stundum getur sauðkindin verið svo þrjósk að það er óþolandi. Samt verð ég að velja rolluna sem uppáhalds dýrið mitt, finnst bara eitthvað svo heillandi við hana, hún er alveg jafn óútreiknanleg og mannfólkið finnst það í rauninni vera alveg rétt sem Gulli segir að ástæðan fyrir svo nánu sambandi mannsins og rollunnar sé vegna þess að báðar tegundir eru heimskar og gráðugar. Enda er það alveg augljóst að eina ástin sem dýrinu er kleift að sýna er matarást, lömbunum er slétt sama hjá hverjum þau eru svo framarlega sem þau fá að éta reglulega.
 Mér finnst líka geðveikt gaman að leggja nöfnin á þeim á minnið, mismunandi hegðun hjá þeim og útlit, reyna að þekkja eina hvíta kind frá annarri hvítri kind, það gekk nú reyndar brösuglega en ég var farin að þekkja sumar þessar svörtu í sundur og svo náttúrulega þekkir maður svona náttúruundur eins og Ísbjörninn sem var svo stór að hún minnti á hrút... Joyful Kann orðið nokkur nöfn bíð svo og vona núna að ég muni eitthvað af þeim í haust þegar ég mæti í réttirnar... Shocking

 Skrapp meira að segja í sund í Krossneslaug, hún er æðisleg tveggja og hálfstíma slökun þar var einmitt það sem ég þurfti seinasta kvöldið mitt, þótt það hafi ekki alveg dugað til að slá á kindalyktina þá var það allt lagi þar sem ég mundi eftir því að taka með mér auka jakka í þetta skiptið Wink  

Má ekki gleyma að minnast á litlu Elsu... pínu lítið grey sem fæddist næstum eitt og yfirgefið úti í garði, litla greyið var svaka hresst þegar það fæddist en um kvöldið var það orðið svo uppgefið að það gat varla staðið lengur, svo ég tók það að mér og gaf því smábarnamjólk og smá súkkulaði setti hana á hitapoka og daginn eftir var hún orðin jafn spræk aftur, síðan dafnaði hún dag frá degi og lærði að komast sjálf á spena og þegar ég fór heim var hún meira að segja farin að komast sjálf á spenann þegar mamma hennar stóð. Vonandi bara að hún standi sig ennþá jafn vel... Tounge

Ég sit hérna nokkrar myndir sem mér fundust X-tra skemmtilegar...  

Ég og Elsa litla... =oþ
Ég og Elsa litla... haha...

Edda með litlu Bredduna sína..

Edda og prinsessan á bænum "Edda Bredda Dunnudóttir"... ;o)

Furðufuglarnir komu að fagna

Furðufuglarnir komu að fagna "sigri" Íslands í Evróvision... ;o) og gerðu allt pleisið vitlaust... ;o)

Uppáhaldsrollan mín hún Nótt eða Skökk eins og hún ætti að heita... =o)

Uppáhaldsrollan mín hún Nótt eða Skökk eins og hún ætti að heita... =o)

Já, það eru ekki allir jafn ánægðir að komast undir bert loft og vilja bara komast inn aftur... =oþ

Sumir vildu komast heim aftur, Dunna og Co komin inn í flatgryfju...

Forrest Gump og risavöxnu systur hennar... =o)

Forrest Gump og risavöxnu systur hennar... =o)

Elsan komin á spena standandi... ;o)

Elsan komin á spena standandi... ;o)

Fleiri myndir eru svo á slóðinni: http://apahaus.spaces.live.com/photos/cns!3E1024C9D77A930C!2224/ Legg til að þið kíkið á þær... =o)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jamm og jæja....Sauðburður...hefur ekki aðeins átt sér stað á hverju vori, heldur líka haustið 74....þegar ég var fæddur :)

Óskar (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 01:16

2 identicon

Sæl Elsa mín

Gaman að þú skulir vera farin að blogga aftur. Skemmtilegar myndir úr sauðburnum.

Þú ert þá búinn að ,,sauðbera" eins og samstarfskona mín sagði um einn vinnufélaga okkar úr djúpinu sem var að fara í sauðburð. Hún sagði að hann væri að sauðbera. Þegar hún átti við að hann hafi farið í sauðburð.

kv. pabbi

Gylfi Þór Gíslason (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 02:12

3 identicon

Hæ Elsa Rut! Gaman að lesa bloggið þitt um sauðburðinn, og skemmtilegar myndir. Ég fæ heimþrá og langar allt í einu að komast í sauðburð, en hef ekki upplifað þann tíma á Ströndum í mörg ár. Já, rollulyktin er mögnuð...

Kveðja frá Akureyri.

Ingibjörg

Ingibjörg (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 11:49

4 identicon

Til hamingju með dóttir þina.. Eða hálfdóttur. Og já, útskrifatijna líka. Og langt blogg. Hefði viljað sjá þig á fjórhjólinulinu! Hvað þekkiru margar kindur frá hvor öðrum eginlega?

Benni (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 01:19

5 identicon

Mér líst vel á þetta Elsa Rut

Rakel Ósk (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband