Úfffff...

Jæja, gott fólk þegar maður er farinn að fá skammir frá frænkum sínum á bloggi hjá annarri frænku manns þá er ástandið nú orðið slæmt :P þannig ég er að pæla í að hlusta á áskorunina og blogga eitt stykki blogg... og þar sem ég hef ekki bloggað í háa herrans tíð og er ofurlítið komin úr æfingu ætla ég að byrja á því að segja frá sumrinu mínu :D

Allavega sumarið mitt hefur nú verið mér ofarlega í huga enda kannski ekki furða þar sem líf mitt hefur nú snúist um fátt annað síðustu mánuði.

Sumarið mitt byrjaði á því að prófin fóru á fulla fart... mér tókst nú þrátt fyrir svartsýni á tímabili og miklar vökur og allskonar hundakúnstir að ná þessum blessuðu prófum mínum öllum með prýði... ;)

En já, aðeins tveimur dögum eftir stjórnmálafræðiprófið þá var ég búin að pakka niður í tösku, bókum, buxum, brók, peysu, skyrtu og meira að segja tannbursta.
Tók svo fyrsta tækifæri sem ég fékk til að komast upp í Mosó og hitti þar Kristin Hall sprækann á bílastæði Bónus, svo tók við 6tíma keyrsla Norður á Strandir... gekk bara vel, gott veður, góð færð og mest um vert góð bók, tók Ballöðuna um Bubba með mér fínasta bók, stutt en skemmtilega uppsett auðvitað hægt að skrifa miklu meira um Bubba en þetta kom ágætlega út :D
Ég hitti einnig Steinunni kærustuna hans Arnar þarna í fyrsta skiptið og leist nú bara ágætlega á hana :)
Komum svo norður um kvöldmatarleytið og fengum gasalega góða kjötsúpu á Steinstúni.
Eftir það drifu þau sitt dót inn og skutluðu mér svo út í kaupfélag til Gulla og Eddu :D
Þar sem ég fékk svítuna... aka... rúmið með svölunum, ójá, ég fékk ein 3rúma herbergi og nýtti mér það til ítrasta... :D eða eins og Gulli og Edda orðuðu það, “hvernig er það með þig, geturu ómögulega haft hurðina og gluggann lokaða?” :D
Mér var tilkynnt að matartíminn í húsunum hæfist kl. 8 svo ég stillti klukkuna á korter í átta :D gekk inn á baðherbergi tannburstaði mig og svo á einhvern undraverðann hátt tókst mér að brjóta blöndunartækið á vaskinum :P hljómar ekki sem góð byrjun en fall er víst fararheill og ég tel að svo hafi verið í þessari ferð :D
Dagarnir sem á eftir komu einkenndust af því að vakna hress og kát, hóst, hóst, kl. Korter í átta... og vera annað hvort úti í húsum til kl. 10 og fara þá heim með Eddu til að elda eða vera úti í húsum til kl. 12 og fara þá heim í hádegismat... svo eftir matinn þá var farið aftur í húsin, heim í kaffitíma um svona 3-4leytið út í hús aftur og síðan kvöldmatur um svona 7 og þá þurrkaði ég vanalega upp með Eddu og tók því bara rólega en skellti mér svo aftur í húsin með Gulla um 10-11 leytið og hékk hjá honum þangað til okkur fannst fullreynt að ekkert væri á leiðinni að gerast... sem var svona á tímanum 2-4 um nóttina :D
Gaman að geta þess að vatnskötturinn sjálfur var útnefndur yfir mottu hreinsari þar sem ég fór fimum höndum um háþrýstidæluna við hreinsun á kindamottunum :D
Nenni nú ekki að telja upp allt sem þarna fór fram en ég held ég geti með sanni sagt að þessi vika hafi verið toppurinn á sumrinu, jafnvel toppurinn á árinu :D
Flaug síðan heim eftir vikuna í einhverri pínu lítilli rellu með viðkomu á Bíldudal... bara fallegt sko :D
Rebekka var sú heppna sem fékk að sækja mig og fannst henni lyktin ekki alveg sú besta í heimi en lét sig þó hafa það ;)

Auðvitað fór meiri hlutinn af sumrinu í það að vinna, og jújú, ég hékk í 10-11 :D sem var bara ágætisstuð... svona inná milli, orðin kjaftakunnug sumum kúnnunum :D
Síðan tók náttúrulega snillinn ykkar 2 áfanga í sumarskóla :P íslensku 503 og líffræði 103 bæði áfangar sem eru algjört morð bara vegna þess hve efnismiklir þeir eru, þótt maður taki þá ekki í fjarnámi líka :P semsagt, aldrei taka íslensku í fjarnámi það er bara rugl :P
En mér tókst nú að ljúka báðum áföngunum með prýði :P eða 5 og 6 sem telst nokkuð gott ;) er það ekki :-O ?

Þetta sumar var mjög gott landsbyggðarlega séð :D ég semsagt skrapp á Ísafjörð í endaðan júní þar sem pabbi var að gifta sig. Það var æði :D fjöllin og sjórinn og bara vera laus við Reykjavík, veit að ég hljóma ógeðslega nördalega en mér er sama ;)
Eyddi mjög löngum tíma niðri í fjöru, bara horfa á sjóinn og fjöllin og njóta þess að vera út ;)
Veislan og athöfnin voru líka mjög falleg, athöfnin var undir fossinum hjá skóginum og veislan var í golfskálanum... ég og Margrét vorum bílastæðaverðir, og mjög liðtækar í skemmtiatriðunum ;) héldum þessa snilldarræðu ;) og svo höfðum við smá Barbie og Ken leik sem að öllum fannst algjör snilld :D spurning um að leggja þetta bara fyrir sig :D
Fór náttúrulega nokkrar ferðir upp í bústað, en hann er nú orðin frekar einmannalegur greyið...

Komst síðan í annað sinnið Norður þegar ég fór á ættarmót Í Trékyllisvík :D það var alveg æði :D held bara topp ættarmót sem ég hef farið á :D þrátt fyrir smá rigningu og leiðindaveður þá heppnaðist það bara mjög vel :D
Og svo náttúrulega fór ég í réttirnar... semsagt með betri sumrum í langan... öll þessi landsbyggðarstemning var bara æði :D vona að þetta hafi skemmt ykkur smá og skal svo reyna að blogga meira hér eftir... skil bara ekki hvað blogg andinn hefur yfirgefið mig :P





« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

AWESOME

Rakel Ósk (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 21:58

2 identicon

Nei, til hamingju með nýjasta bloggið. Ég vissi að þú mydnir fá kvörtunar-skilaboðin frá mér á frænku-síðunni okkar. Ég var farin að halda að þú værir lögst í þunglyndi eins og dýrin hennar Bjarneyjar. En gaman að sjá skrif frá þér aftur.  Þú verður bara að fara temja bloggandann almennilega og siða hann til.  Kærar kveðjur úr sveitinni.

Ágústa í sveitasælunni á Norðurhjara (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband