Sunnudagur, 6. janúar 2008
10-11 ÞEGAR ÞÉR HENTAR!!
Igghhh, sit núna sveitt í vinnunni, ekki vegna þess að það hafi verið mikið að gera heldur vegna þess að það er ekkert búið að vera að gera og ég er búin að vera að Netperrast inni á skrifstofu svo að segja streitulaust síðan ég mætti.
Ég sver það það eru búnir að koma 3kúnnar síðan ég mætti klukkan korter yfir 8 í morgun. það er ekkert að gera þar sem grænmetið kom í gær, nenni engan veginn að lesa blöðin þar sem ég svaf ekki nema rétt tæplega í klukkutíma í nótt hef enga athyglisgáfu, rétt svo að ég meiki netið, held það séu skæru ljósin hérna inni sem halda mér vakandi.
Annars er ég búin að éta óheyrilega mikið í morgun, hálfslíters kók dós, engjaþykknisdós, nokkra hlaupbangsa, stórann hluta af snakkpoka og svo einhvern slatta af Voga ídýfu... Jakkk... maginn minn segir stopp núna,
Ákvað að reyna að efna áramótaheitið sem ég gaf Bjarneyju frænku... reyna að blogga meira, held samt að við værum helv. góðar saman með bloggsíðu... hvað segirðu um það Bjarney? eyja? Bjadda? Guð, gæti setið hérna í allan dag að búa til styttingar úr nafninu þínu...
Er annars alfarið að verða vitlaus á þessari vinnu minni svo ef þið vitið um góða vinnu sem er ágætlega borguð með sveigjanlegan vinnutíma þá endilega, látið mig vita...
Langar líka til að viðhalda prjónakunnáttunni minni svo ef ykkur vantar ullarsokka, lopapeysur eða bara hvað sem er, þarf að endurbæta typpasokkauppskriftina mína... Þá ekki vera feimin að hafa samband við mig, get prjónað hvað sem er, svo framarlega sem þið borgið efniskostnað...
Ég vil svo fá komment á þetta Bjarney og Ágústa... Guð, þetta er orðið bara eitthvað frænkublogg hjá mér, jæja, gæti verið verra...
Athugasemdir
Já undur og stórmerki hafa gerst, Elsa Rut hefur bloggað! Vel gert pungurinn minn! Keep up the good work..!
p.s mig langar í lopapeysu
Bjarney Bjarnadóttir, 7.1.2008 kl. 12:46
Já, ég á þetta til öðru hverju, verður nú að hafa smá trú á litlu frænku...
En í sambandi við peysuna, þá þarftu bara að redda þér sætri uppskrift og svo skal ég jafnvel skreppa með þér að kaupa garn í hana
Elsa Rut Jóhönnudóttir, 7.1.2008 kl. 13:07
Mig langar líka í lopapeysu
ég skal borga þér væna fúlgu, nenni ekki að prjóna mér sjálf.
Rakel Ósk uppáhaldið þitt, hahaha (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 20:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.