Laugardagur, 20. september 2008
Réttir og klukk og eitthvað rugl...
Jæja, verður víst að viðurkennast að ég blogga álíka oft og Hekla gýs... En taka verður viljann fyrir verkið, er það ekki =oþ
Allavega þá langar mig helst til að segja frá því að ég skellti mér norður á strandir um seinustu helgi og smalaði saman öllu liðinu sem ég hjálpaði tl við að koma í heiminn í vor =oD
Kom semsagt heim úr vinnunni hálftíma áður en ég lagði af stað og þá átti ég eftir að fara í sturtu og pakka niður og allt =oþ þannig að þetta var ekkert neitt voðalega sniðug pakkning, gleymdi meðal annars tannbursta, auka sokkum, auka ullarsokkum, belti og auka nærbuxum held að ég hafi sett heimsmet í gleymsku eða eins og ein orðaði það, það var eins gott að þú sért ekki í sambandi og hefðir gleymd kallinum... =oþ
Fór semsagt á fimmtudeginum 11 september og keyrðum í bölvaðri þoku og rugli alla leiðina endaði á því að við vorum hálf´tima lengur á leiðinni en við hefðum þurft að vera þrátt fyrir bara 3 stutt stopp, fengum okkur mat og tannbursta á Baulu og svo pissuðum við á Hólmavík og fengum svo að kíkja undir bílinn á Djúpuvík því Gísli brunaði yfir stórgrýti á leiðinni =oþ
Föstudagurinn fór svo eins og vanalega í að smala og standa fyrir úti í Ófeigsfirði þar sem við fengum að lokum vöfflur og rjóma og súkkulaði hjá Pétri og konu hans, alveg ómetanlegt eftir að hafa verið nestislaus allan daginn, (gleymdi nestinu) Kom svo við í fjárhúsunum á leiðinni heim og skoðaði hana Elsu litlu mína =oþ litla greyið orðið 13kíló en verður að fara í slátrun í haust því fæturnir hennar eru svo bæklaðir að hún getur varla staðið og verður ennþá verra þegar hún þyngist meira =o(
Á laugardeginum fór ég svo út í Ófeigsfjörð sem heill maður í fyrsta sinn ;o) fórum aðeins of fá út eftir svo við vorum ekki nema tvö fyrir neðan veg þannig það var pínu basl í gangi að selflytja bílana fram og til baka. En þetta var í fyrsta skipti sem ég labbaði fyrir Seljanes hef vanalega farið bara hlíðina. Á Seljanesi hittum við 2túrista á bíl sem báðust afsökunar á því að vera fyrir okkur og sögðust aldrei hafa farið þessa leið ef þeir hefðu vitað að við værum að smala, svo þeim var fyrirgefið =o) Svo þegar við vorum að koma inn í Ingólfsfjörð þá rákumst við á hóp af jeppafólki sem stóð á miðjum veginum og ráku allar rollurnar út fyrir veginn og gengu meira að segja svo langt að elta þær upp í miðja hlíð til að taka myndir af MEME, ég var vægast sagt brjáluð í skapinu og skeytti því af miklu afli á aumingjans rollurnar sem voru fyrir ofan veginn og neituðu að koma niður =oþ
síðan gekk nú allt bara ágætlega það sem eftir var nema frekar mikið af rollunum gafst upp vegna hitans svo ég lenti pínu eftir á þar sem ég sat með eitt lamb og eina rollu sem voru að bíða eftir því að komast upp á kerru =oþ
Svo var dregið og gengið heim með dömupelann upp á vasann ;o) Fékk svo smá snafs af Viský svona til að meika afganginn af ferðinni heim þar sem iljarnar á mér voru dauðar af því að arka á gúmmítúttum á malarveginum =oþ
En já, svo var ég víst klukkuð líka,
1. Fjögur störf sem ég hef unnið:
Bæjarvinnan,
10-11
Skólagarðarnir í sumar.
Bera út póstinn.
2.Fjórar bíómyndir sem ég held uppá:
Back to the Future I-III
Ace Ventura I-II
Green Mile
Of margar til að velja eina í viðbót =oþ
3.Fjórir staðir sem ég hef átt heima á:
Digranesvegi 91
Digranesheiði 13
Sumarbústaðurinn í Eilífsdal
Svo hef ég átt lögheimili á mörgum stöðum, Vallarás 3, Holtagerði 63, Engihjalla 3 og Baugakór 19-23
4.Fjórir sjónvarpsþættir sem ég horfi helst á:
Friends
Simpsons
That's the 70's show
House
5.Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Selárdalur
Fáskrúðsfjörður
Árneshreppur
Eilífsdalur
6. Fjórar síður sem ég heimsæki daglega (reglulega):
www.mbl.is
www.mk.is
www.hugi.is
www.myspace.com
7. Fjórir réttir sem mér finnst góðir:
Skata
Taglíatellí
Hákarl
Pizza og brauðstangir
8.Fjórar bækur sem ég les amk. árlega:
Les engar árlega lengur en held mjög mikið upp á þessar:
Anna í Grænuhlíð
Allar eftir Guðrúnu frá Lundi
Sjálfstætt fólk eftir Dóra Lax
Ljóðabókin mín eftir Tómas Guðmundsson =o)
Set hérna líka link á þær myndir sem ég tók fyrir norðan um réttarhelgina vona að þið njótið þeirra ;o)
http://apahaus.spaces.live.com/photos/cns!3E1024C9D77A930C!2457/?startingImageIndex=1&commentsExpand=0&addCommentExpand=0&addCommentFocus=0&pauseSlideshow=0
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 15. júní 2008
Sveitaferð... Með myndum... ;o)
Góðann daginn, jæja, þegar maður fær kvartanir alla leið frá Svalbarða aka Norðurfirði á Ströndum, um að maður sé alltof latur við að blogga þá held ég að það merki að maður sé með lélegri bloggurum í heimi...
En já, ég er semsagt búin að útskrifast úr MK, loksins loksins. er að vinna í 10-11 öðru hverju í sumar og en á daginn vinn ég í Skólagörðunum í Kópavogi, var orðin mjög úrkula vonar um að fá einhverja vinnu í sumar svo þetta er bara frábært fyrirkomulag...
En það sem hefur staðið helst upp úr þessa seinustu mánuði er Sauðburðarferðin mín... þar sem ég eyddi hálfum mánuði sveitt og sæl við að hjálpa rollum að bera... Hreint og beint æðislegt að vakna snemma á morgnana og sofna seint á kvöldin ilmandi af rollum. Það að sjá lömbin fæðast er tvímælalaust það besta, þau eru svo lítil og umkomulaus þegar þau fæðast en tæplega klukkutíma seinna eru þau orðin hress og kát og komin á spena og bara dúndrandi hamingja.
Auðvitað er samt ekki alltaf hamingja stundum gengur fæðingin illa og það þarf að hjálpa þeim í heiminn, stundum deyja þau eða fæðast dáin og stundum þarf að venja undir kindina nýtt lamb. Sem betur fer gengur þetta oftast nær allt vel en stundum getur sauðkindin verið svo þrjósk að það er óþolandi. Samt verð ég að velja rolluna sem uppáhalds dýrið mitt, finnst bara eitthvað svo heillandi við hana, hún er alveg jafn óútreiknanleg og mannfólkið finnst það í rauninni vera alveg rétt sem Gulli segir að ástæðan fyrir svo nánu sambandi mannsins og rollunnar sé vegna þess að báðar tegundir eru heimskar og gráðugar. Enda er það alveg augljóst að eina ástin sem dýrinu er kleift að sýna er matarást, lömbunum er slétt sama hjá hverjum þau eru svo framarlega sem þau fá að éta reglulega.
Mér finnst líka geðveikt gaman að leggja nöfnin á þeim á minnið, mismunandi hegðun hjá þeim og útlit, reyna að þekkja eina hvíta kind frá annarri hvítri kind, það gekk nú reyndar brösuglega en ég var farin að þekkja sumar þessar svörtu í sundur og svo náttúrulega þekkir maður svona náttúruundur eins og Ísbjörninn sem var svo stór að hún minnti á hrút... Kann orðið nokkur nöfn bíð svo og vona núna að ég muni eitthvað af þeim í haust þegar ég mæti í réttirnar...
Skrapp meira að segja í sund í Krossneslaug, hún er æðisleg tveggja og hálfstíma slökun þar var einmitt það sem ég þurfti seinasta kvöldið mitt, þótt það hafi ekki alveg dugað til að slá á kindalyktina þá var það allt lagi þar sem ég mundi eftir því að taka með mér auka jakka í þetta skiptið
Má ekki gleyma að minnast á litlu Elsu... pínu lítið grey sem fæddist næstum eitt og yfirgefið úti í garði, litla greyið var svaka hresst þegar það fæddist en um kvöldið var það orðið svo uppgefið að það gat varla staðið lengur, svo ég tók það að mér og gaf því smábarnamjólk og smá súkkulaði setti hana á hitapoka og daginn eftir var hún orðin jafn spræk aftur, síðan dafnaði hún dag frá degi og lærði að komast sjálf á spena og þegar ég fór heim var hún meira að segja farin að komast sjálf á spenann þegar mamma hennar stóð. Vonandi bara að hún standi sig ennþá jafn vel...
Ég sit hérna nokkrar myndir sem mér fundust X-tra skemmtilegar...
Ég og Elsa litla... haha...
Edda og prinsessan á bænum "Edda Bredda Dunnudóttir"... ;o)
Furðufuglarnir komu að fagna "sigri" Íslands í Evróvision... ;o) og gerðu allt pleisið vitlaust... ;o)
Uppáhaldsrollan mín hún Nótt eða Skökk eins og hún ætti að heita... =o)
Sumir vildu komast heim aftur, Dunna og Co komin inn í flatgryfju...
Forrest Gump og risavöxnu systur hennar... =o)
Elsan komin á spena standandi... ;o)
Fleiri myndir eru svo á slóðinni: http://apahaus.spaces.live.com/photos/cns!3E1024C9D77A930C!2224/ Legg til að þið kíkið á þær... =o)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 13. janúar 2008
Vikulegur hlutur að blogga ?
Jæja, hún Bjarney frænka var víst svo indæl að klukka mig...
Svo ég á að koma með "jákvæð og skemmtileg minningarbrot frá síðasta ári"
Hmmmm... Byrjum á byrjuninni...
- Vorönnin var nú eiginlega í heild sinni frekar slöpp, fór reyndar í eitt skemmtilegasta partý ever held ég, þegar ég fór í 10-11partýið hans Heiðars, það var geðveikt stuð.
- Sauðburðurinn var held ég hreint út sagt hápunkturinn á árinu, það var bara æði frá A til Ö vaka langt fram á nætur og vakna snemma, golden blanda... ;o)
- Afmælið hennar Bjargar var snilld líka, reyndar var vinnudagurinn eftir afmælið hennar Bjargar ekki alveg jafn skemmtilegur en það er annað mál.
- Afmælið hennar Sonju, haha, held að ég hafi verið mest allt afmælið á rölti úti í Digró... =oþ
- Ísafjarðarferðin, eyddi ábyggilega 20% af tímanum í að sitja niðri í fjöru og spögulera... =oD
- Ættarmótið fyrir Norðan.. þrátt fyrir rigningu þá var það bara úperpartý... ;o)
- Réttirnar, sver það ég elska rollur.
- Afmælið hjá Rebekku og svo hjá Lísu það var geggjað,
- Jólin voru bara nice.
- svo fullt af skemmtilegu stöffi, fullt af ísrúntum og rugli og stöffi... ;o)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 6. janúar 2008
10-11 ÞEGAR ÞÉR HENTAR!!
Igghhh, sit núna sveitt í vinnunni, ekki vegna þess að það hafi verið mikið að gera heldur vegna þess að það er ekkert búið að vera að gera og ég er búin að vera að Netperrast inni á skrifstofu svo að segja streitulaust síðan ég mætti.
Ég sver það það eru búnir að koma 3kúnnar síðan ég mætti klukkan korter yfir 8 í morgun. það er ekkert að gera þar sem grænmetið kom í gær, nenni engan veginn að lesa blöðin þar sem ég svaf ekki nema rétt tæplega í klukkutíma í nótt hef enga athyglisgáfu, rétt svo að ég meiki netið, held það séu skæru ljósin hérna inni sem halda mér vakandi.
Annars er ég búin að éta óheyrilega mikið í morgun, hálfslíters kók dós, engjaþykknisdós, nokkra hlaupbangsa, stórann hluta af snakkpoka og svo einhvern slatta af Voga ídýfu... Jakkk... maginn minn segir stopp núna,
Ákvað að reyna að efna áramótaheitið sem ég gaf Bjarneyju frænku... reyna að blogga meira, held samt að við værum helv. góðar saman með bloggsíðu... hvað segirðu um það Bjarney? eyja? Bjadda? Guð, gæti setið hérna í allan dag að búa til styttingar úr nafninu þínu...
Er annars alfarið að verða vitlaus á þessari vinnu minni svo ef þið vitið um góða vinnu sem er ágætlega borguð með sveigjanlegan vinnutíma þá endilega, látið mig vita...
Langar líka til að viðhalda prjónakunnáttunni minni svo ef ykkur vantar ullarsokka, lopapeysur eða bara hvað sem er, þarf að endurbæta typpasokkauppskriftina mína... Þá ekki vera feimin að hafa samband við mig, get prjónað hvað sem er, svo framarlega sem þið borgið efniskostnað...
Ég vil svo fá komment á þetta Bjarney og Ágústa... Guð, þetta er orðið bara eitthvað frænkublogg hjá mér, jæja, gæti verið verra...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 18. október 2007
Úfffff...
Allavega sumarið mitt hefur nú verið mér ofarlega í huga enda kannski ekki furða þar sem líf mitt hefur nú snúist um fátt annað síðustu mánuði.
Sumarið mitt byrjaði á því að prófin fóru á fulla fart... mér tókst nú þrátt fyrir svartsýni á tímabili og miklar vökur og allskonar hundakúnstir að ná þessum blessuðu prófum mínum öllum með prýði... ;)
En já, aðeins tveimur dögum eftir stjórnmálafræðiprófið þá var ég búin að pakka niður í tösku, bókum, buxum, brók, peysu, skyrtu og meira að segja tannbursta.
Tók svo fyrsta tækifæri sem ég fékk til að komast upp í Mosó og hitti þar Kristin Hall sprækann á bílastæði Bónus, svo tók við 6tíma keyrsla Norður á Strandir... gekk bara vel, gott veður, góð færð og mest um vert góð bók, tók Ballöðuna um Bubba með mér fínasta bók, stutt en skemmtilega uppsett auðvitað hægt að skrifa miklu meira um Bubba en þetta kom ágætlega út :D
Ég hitti einnig Steinunni kærustuna hans Arnar þarna í fyrsta skiptið og leist nú bara ágætlega á hana :)
Komum svo norður um kvöldmatarleytið og fengum gasalega góða kjötsúpu á Steinstúni.
Eftir það drifu þau sitt dót inn og skutluðu mér svo út í kaupfélag til Gulla og Eddu :D
Þar sem ég fékk svítuna... aka... rúmið með svölunum, ójá, ég fékk ein 3rúma herbergi og nýtti mér það til ítrasta... :D eða eins og Gulli og Edda orðuðu það, hvernig er það með þig, geturu ómögulega haft hurðina og gluggann lokaða? :D
Mér var tilkynnt að matartíminn í húsunum hæfist kl. 8 svo ég stillti klukkuna á korter í átta :D gekk inn á baðherbergi tannburstaði mig og svo á einhvern undraverðann hátt tókst mér að brjóta blöndunartækið á vaskinum :P hljómar ekki sem góð byrjun en fall er víst fararheill og ég tel að svo hafi verið í þessari ferð :D
Dagarnir sem á eftir komu einkenndust af því að vakna hress og kát, hóst, hóst, kl. Korter í átta... og vera annað hvort úti í húsum til kl. 10 og fara þá heim með Eddu til að elda eða vera úti í húsum til kl. 12 og fara þá heim í hádegismat... svo eftir matinn þá var farið aftur í húsin, heim í kaffitíma um svona 3-4leytið út í hús aftur og síðan kvöldmatur um svona 7 og þá þurrkaði ég vanalega upp með Eddu og tók því bara rólega en skellti mér svo aftur í húsin með Gulla um 10-11 leytið og hékk hjá honum þangað til okkur fannst fullreynt að ekkert væri á leiðinni að gerast... sem var svona á tímanum 2-4 um nóttina :D
Gaman að geta þess að vatnskötturinn sjálfur var útnefndur yfir mottu hreinsari þar sem ég fór fimum höndum um háþrýstidæluna við hreinsun á kindamottunum :D
Nenni nú ekki að telja upp allt sem þarna fór fram en ég held ég geti með sanni sagt að þessi vika hafi verið toppurinn á sumrinu, jafnvel toppurinn á árinu :D
Flaug síðan heim eftir vikuna í einhverri pínu lítilli rellu með viðkomu á Bíldudal... bara fallegt sko :D
Rebekka var sú heppna sem fékk að sækja mig og fannst henni lyktin ekki alveg sú besta í heimi en lét sig þó hafa það ;)
Auðvitað fór meiri hlutinn af sumrinu í það að vinna, og jújú, ég hékk í 10-11 :D sem var bara ágætisstuð... svona inná milli, orðin kjaftakunnug sumum kúnnunum :D
Síðan tók náttúrulega snillinn ykkar 2 áfanga í sumarskóla :P íslensku 503 og líffræði 103 bæði áfangar sem eru algjört morð bara vegna þess hve efnismiklir þeir eru, þótt maður taki þá ekki í fjarnámi líka :P semsagt, aldrei taka íslensku í fjarnámi það er bara rugl :P
En mér tókst nú að ljúka báðum áföngunum með prýði :P eða 5 og 6 sem telst nokkuð gott ;) er það ekki :-O ?
Þetta sumar var mjög gott landsbyggðarlega séð :D ég semsagt skrapp á Ísafjörð í endaðan júní þar sem pabbi var að gifta sig. Það var æði :D fjöllin og sjórinn og bara vera laus við Reykjavík, veit að ég hljóma ógeðslega nördalega en mér er sama ;)
Eyddi mjög löngum tíma niðri í fjöru, bara horfa á sjóinn og fjöllin og njóta þess að vera út ;)
Veislan og athöfnin voru líka mjög falleg, athöfnin var undir fossinum hjá skóginum og veislan var í golfskálanum... ég og Margrét vorum bílastæðaverðir, og mjög liðtækar í skemmtiatriðunum ;) héldum þessa snilldarræðu ;) og svo höfðum við smá Barbie og Ken leik sem að öllum fannst algjör snilld :D spurning um að leggja þetta bara fyrir sig :D
Fór náttúrulega nokkrar ferðir upp í bústað, en hann er nú orðin frekar einmannalegur greyið...
Komst síðan í annað sinnið Norður þegar ég fór á ættarmót Í Trékyllisvík :D það var alveg æði :D held bara topp ættarmót sem ég hef farið á :D þrátt fyrir smá rigningu og leiðindaveður þá heppnaðist það bara mjög vel :D
Og svo náttúrulega fór ég í réttirnar... semsagt með betri sumrum í langan... öll þessi landsbyggðarstemning var bara æði :D vona að þetta hafi skemmt ykkur smá og skal svo reyna að blogga meira hér eftir... skil bara ekki hvað blogg andinn hefur yfirgefið mig :P
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 6. apríl 2007
wtf.
Haha, Datt nú alls ekki í hug að ég ég væri The Godfather... Hvað finnst ykkur ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 22. mars 2007
wtf!!
Ég er í svona áfanga og finnst hann hafa hjálpað mér mjög mikið, ég hef bætt hraðann minn um 3-4x fer eftir efninu sem ég er að lesa...
Auðvitað sér maður ekki öll orðin þegar maður les svona hratt... En maður þarf heldur ekki að sjá öll orðin, bara að ná heildarmyndinni...
Hraðlestur er málum blandinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 19. mars 2007
Þetta lýst mér vel á...
Finnst það líka fyndið að það skuli þurfa að fara í "þingsályktunartillögu" hvort það eigi að hafa eitt helsta tákn Íslensku þjóðarinnar á Alþingi...
Ég meina flestar aðrar þjóðir flagga fánanum hvenær sem færi gefst, Danir eru t.d. mjög duglegir við það, finnst að við mættum taka þá til fyrirmyndar...
Fáninn okkar er mjög fallegur með mikla tilvísun til landsins okkar og við eigum að vera stolt af honum...
Íslenski fáninn í þinghúsinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 16. mars 2007
hmmm...
Finnst bara þessi auglýsingarherferð hjá þeim ekkert vera það sniðugasta í heimi, finnst hún bara full af karlrembu... kannski er ég bara bitur eftir þessa "%$%"%$ Jafnréttisviku hjá MK, en æi, mér finnst þetta bara svo glötuð herferð, svo misheppnuð tilraun til að sýna svalleika... (er það orð ) fæ bara aulahroll yfir þessum auglýsingum
Stóðst samt ekki mátið að smakka... Heyrði einhvern segja að þetta væri ALVEG eins og Diet Coke... það er bara kjaftæði, þetta er eiginlega bara eins og Coke Light, minnir á Pepsi Max ef eitthvað er... og Pepsi Max hefur sjaldnast talist gott... (sry, Gylfi minn ef þú rekst hingað inn ) Mér er bara ómögulegt að skilja, hvers vegna Coke samsteypan, er að reyna að bola Diet Coke út af markaðnum... þetta er önnur vonandi árangurslausa tilraunin þeirra...
Segi fyrir mitt leyti ef að þeir hætta að selja Diet Coke, þá hætti ég að kaupa Coka Cola... þrátt fyrir að það sé alltaf jafngott, þá bara versla ég ekki við fyrirtæki sem stunda svona kaupsýslu...
Er ég nokkuð bitur?
Auglýsingaspjald talið særa blygðunarkennd viðskiptavina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 22. febrúar 2007
Heil og sæl...
sit í náttúrufræði núna, er að hlusta á topp lögin síðustu 10-15ár, verð nú að segja að þau eru ekkert spes... svona eitt og eitt, sem er gott, hin eru bara kúkur á priki
Var að hugsa um eitthvað voða sniðugt í vinnunni um helgina, til að blogga, en svo gleymdi ég því...
Er að lesa Íslandsklukku Halldór Kiljans, próf á eftir, langar í kók.
Var að skoða gömul E-mail frá Rakel... síðan hún var úti í Bretalandi í fyrrasumar... snilld...
mig langar til að komast upp í sveit... Get varla beðið eftir því að klára Menntaskólann, og komast á Hvanneyri...
sannfærist alltaf meira og meira um það að Hvanneyri sé staðurinn fyrir mig, var að lesa LBHÍ
blaðíð í þýskutíma í gær... og þetta er alveg málið fyrir mig, ekki spurning, en svo er
náttúrulega málið hvað maður gerir eftir Hvanneyri, en þangað ætla ég, þó ég endi síðan
kannski sem leikskólakennari nei, haha, líkurnar á því að ég endi sem leikskólakennari
eru mjög þverrandi... hef ekki þolinmæðina í það... þýðir heldur ekkert að hugsa svona,
auðvitað verð ég bóndakelling, með fullt af börnum, dýrum lengst uppi í sveit... Ég er
svo mikill sveitanördi...
Sumarvinnan, er ekki alveg ákveðin, er að pæla í að halda mig bara við 10-11... nenni ekki í bæjarvinnuna, reyndar alveg fínt að vera úti í góða veðrinu, ef það kæmi einhvern tímann gott veður á þessu skeri. svo eru pöddurnar mikiið að pirra mig... var líka að pæla í að sækja um í álverinu En lýst ágætlega á 10-11 maður ræður vinnutímanum nokkuð gott sjálfur... Get þá stungið af í ferðalag ef mig langar til, sé ekki fram á að geta labbað upp að fólkinu í álverinu og sagt, hey, ég er skroppin út á land, kem aftur eftir 2vikur Nei, svoleiðis held ég að hlutirnir gangi ekki fyrir sig þar á bæ
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)